Sena hefur ákveðið að hækka almennt miðaverð í kvikmyndahúsum sínum um 100 kr. Þetta þýðir að nú er almennt bíóverð í Smárabíó og Háskólabíó 1.100 kr. og í Regnboganum 750 kr. Barnaverð hækka einnig um 50 kr. (úr 600 í 650 kr.) og miðaverð fyrir öryrkja og eldri borgara hækkar úr 700 kr. í 800 kr. Verð á tilboðssýningum hækkar úr 650 kr. í 750 kr og nú kostar 2.100 kr. en ekki 2.000 kr. í Lúxus-salinn.
Ástæðan fyrir hækkuninni eru m.a. hækkun launa starfsmanna og hækkun vísitölu neysluverðs. Að sögn Jóhanns Eiríks Jóhanssonar, rekstrarstjóra kvikmyndahúsa Senu, hafa laun hækkað um 88,28% á síðustu 8 árum og 20,31% á síðustu 3 árum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 34,08% síðustu 3 ár, og frá janúar 2008 til janúar 2009 hefur vísitalan hækkað um 18,6% sem leiðir til hærri rekstrarkostnaðar, t.d. hærra húsaleiguverðs, verðs á ræstingu o.fl.
Verðtaflan er því eftirfarandi:
Smárabíó og Háskólabíó
Almennt miðaverð 1.100 kr.
Barnaverð 0-8 ára 600 kr.
Öryrkjar og eldri borgarar 800 kr.
Lúxus salurinn 2.100 kr. og 500 kr. inneign í sjoppu eða bar innifalin
Myndir Græna Ljóssins (sýndar í Háskólabíói):
Almennt miðaverð 1.200 kr.
Öryrkjar og eldri borgarar 900 kr.
Barnaverð 0-8 ára 650 kr.
Regnboginn
Almennt miðaverð 750 kr.
Barnaverð 0-8 ára 600 kr.
Tilboð:
Valdar tilboðssýningar um helgar 750 kr.
ATH! Þetta er ekki aprílgabb

