Nýjasta mynd The Descendants og Sideways leikstjórans Alexander Payne, Downsizing, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir, en um er að ræða vísindaskáldsögu um minnkun á mönnum. Einhverjir muna væntanlega eftir myndum eins og Honey I shrunk the Kids og Innerspace, sem fjölluðu um sömu hugmynd.
Fyrsta kitlan úr myndinni er nú komin út, og von er á stiklku í fullri lengd innan fárra vikna. Í kitlunni sjáum við leikarana Matt Damon, Christoph Waltz, Jason Sudeikis, Hong Chau og Kristen Wiig í hlutverkum sínum.
Payne skrifaði handritið að Downsizing með Sideways félaga sínum Jim Taylor. Í myndinni kynnust við Omaha búanum Paul Safranek, sem Damon leikur, sem er hálf blankur, og er sannfærður um að líf hans og konu hans Audrey, sem Wiig leikur, yrði mun ódýrara og auðveldara, ef þau gengjust undir aðgerð sem fælist í að þau yrðu minnkuð. En þó að sjálfsagt sé margt til í þessu hjá þeim hjónum, þá fylgja þessu líka ókostir.
Kvikmyndin verður frumsýnd í almennum sýningum í Bandaríkjunum 22. desember nk.
Stiklan gæti birst á netinu 12. september.
Kíktu á kitluna hér fyrir neðan: