Fólk beggja vegna Atlantshafsins bíður með mikilli eftirvæntingu eftir
nýjustu mynd James Cameroon, Avatar. Tólf ár eru liðin frá því Cameroon
gerði myndina Titanic sem státaði af leikurum á borð við Leonardo
DiCaprio og Kate Winslet en Sam Worthington, Terminator Salvation, mun
fara með aðalhlutverkið í Avatar á móti þokkagyðjunni Zoe Saldana, sem
lék Uhura í nýjustu Star Trek myndinni.
Kvikmyndaunnendur hafa
nú beðið í tólf ár eftir nýju meistarastykki frá leikstjóranum og
margir orðnir því spenntir yfir því sjá hvaða gullmola hann ætlar að
punga út.
Það er ekki að ástæðulausu því myndin státar af 200
milljón dollara fjármagni og á að vera sú allra tæknivæddasta og
dýrasta mynd sem nokkurn tíma hefur verið gerð.
Blandast munu
saman tölvugerðir og raunverulegir leikarar en þeir tölvugerðu eiga
vart að þekkjast frá hinum raunverulegu. Fyrirtæki Peter Jackson kemur
þar við sögu en þeir sáu um samskonar tæknibrellur fyrir til dæmis
Gollrir í Lord Of The Rings og King Kong í samnefndri mynd. Ekki nóg
með það heldur verður myndin einnig tekin upp bæði með tví og
þrívíddartækni.
Nýlega var 20 mínútna bíóbrot sýnt völdum hópi
áhorfanda og lýstu þeir þessu sem sjónrænum demanti , þeir hafi vart
haldið vatni , poppi né kóki yfir brotinu. Við Íslendingar fáum hins
vegar ekki að dæma um það fyrr en í Desember þegar sýningar hefjast hér
á landi.
Avatar er vísindaskáldskapur og segir James að sé
hugarburður hans sem sameini allar bestu vísindaskáldsögur sem hann
hafi lesið sem krakki. . James er enginn nýgræðingur í vísindaskáldskap
enda leikstýrði hann myndunum Terminator, Terminator 2 og Aliens. En
þess má geta að Sigourney Weaver sem lék Ellen Ripley í Aliens mun
leika í þessari nýjustu mynd James Cameron.
Á meðfylgjandi myndum má sjá „concept art“ úr Avatar :

