Mickey Rourke leikur kaldryfjaðan mafíu morðingja

Golden Globe-verðlaunahafinn Mickey Rourke mun leika hinn alræmda Richard „Ice Man“ Kuklinski, samkvæmt Philip Carlo.

Carlo ræddi við The New York Post um bíómynd byggða á bókinni hans „The Ice Man: Confessions of a Mafia Contract Killer“. Bókin er byggð sönnum atburðum.

Kuklinski tók meðal annars þátt í því að drepa Paul Castellano með Sammy Bull Gravano. John Gotti réði hann til að pynta og drepa nágranna sinn. Hann var í miklu uppáhaldi hjá mafíufjölskyldum austur strandar Bandaríkjanna. Hann drap yfir 200 manns að eigin sögn, og var mjög stoltur af því hve grimmdarlegar og frumlegar aðferðir hann notaðist við. Þrátt fyrir allt þetta var hann mjög barngóður, hann hélt partý fyrir krakka í hverfinu reglulega og var mjög gjafmildur yfir jólin.

Þrátt fyrir þessa morðöldu vissi fjölskyldan hans ekkert um athæfi hans fyrr en lögreglan náði honum.