Michael Cera í nýrri mynd

Michael Cera hefur tekið að sér hlutverk í næstu mynd leikstjórans Miguel Arteta sem mun bera nafnið Youth in Revolt. Eins og flestir vita þá sló Cera í gegn í þáttunum Arrested Development og myndunum Superbad og nú síðast Juno.

Myndin verður sú fyrsta sem Arteta gerir í 6 ár. Áætlað er að Cera muni taka að sér hlutverk Nick Twisp, kynóðan og heillandi ungling sem lifir í skrýtnum heimi fullorðinna. Eins og gefur að skilja verður þetta gamanmynd.

Myndin er byggð á bók C.D. Payne.