Með/á móti: Mamma Mia!

(Með/á móti er fastur liður á síðunni þar sem tveir stjórnendur með ólíkar skoðanir á tiltekinni bíómynd segja nákvæmlega það sem þeim finnst (helst í einni efnisgrein en ekki nauðsynlegt) og er undir notendum komið að velja þá hlið sem er raunsærri, skemmtilegri eða meira sannfærandi. En svo er alltaf séns á því að skoðun þín sé mitt á milli)

Inga Rós Vatnsdal vs. Birta Sæmundsdóttir

Mamma Mia er aðsóknamesta mynd í sögu okkar Íslendinga og er með hreinum ólíkindum hversu vel henni gekk í bíó hérna sumarið 2008. Í kringum 120,000 manns skelltu sér á myndina og sumir talsvert oftar en einu sinni (og einnig á svokölluðum „sing along“ sýningum). En myndin fékk samt aldrei mikið meira en bara meðalgóða dóma og hitti hún aðallega í mark hjá kvenkyninu, en aftur á móti náði hún að höfða til (stelpu)hópa frá cirka 6 ára aldri til 106 ára.

Til að skoða aðeins hvort eða hversu góð/léleg þessi mynd er ákváðum við að leyfa naglhörðu og óttalausu stúlkupennum Kvikmyndir.is síðunnar til að taka sitthvoru afstöðuna.

Inga segir:

Mamma Mia! er ein af þessum myndum þar sem maður annað hvort hrífst með og tekur þátt eða hristir hausinn yfir fíflagangnum. Þessi mynd gengur alla leið í hallærislegheitum sem einkenna oft söngleikjamyndir en tekst þó að hafa húmor fyrir sjálfri sér og það er formúla sem virkar. Að fara á Mamma Mia! í bíó var ótrúlega skemmtileg upplifun, salurinn var troðfullur, stemmningin í hámarki og margir tóku undir með lögunum.

Helsti styrkur myndarinnar er kannski hennar helsti veikleiki líka, það eru leikarar að syngja en ekki öfugt. Flestir komast þó vel frá borði með sönginn fyrir utan Pierce Brosnan en í bíó skellti salurinn upp úr þegar hann rembdist við að taka lagið. Kannski er fólk of vant því að sjá hann sem svalan karakter eins og James Bond og því verður það extra pínlegt þegar hann fer að syngja ABBA lög en þetta er samt svo fyndið að honum er fyrirgefinn þessi rembingur. Ef eitthvað er gerir þetta myndina ennþá skemmtilegri.

Þegar allt kemur til alls eru það ABBA lögin sem þetta allt snýst um, ef þú fílar hin sykursætu og lífsglöðu popplög ABBA þá geturðu ekki annað en verið með stórt bros á vör alla myndina. Það er ekkert að því að vilja flýja raunveruleikann þar sem kreppa ræður ríkjum í dag og Mamma Mia! er fullkomin til þess, þar fær maður gleði, sólskin og jákvæðni í stórri sprautu beint í æð sem dugir í að minnsta kosti einn dag. Afsakið mig á meðan ég skelli Mamma Mia! DVD disknum mínum í tækið.

Birta segir:

Eins og nánast önnur hver stelpa er ég mjög hrifin af söngleikjum og dýrka myndir eins og Grease, Hairspray og þættina Glee. Sömuleiðis hef ég ekkert á móti vinsælustu lögum ABBA – ég meina, þetta er diskóklassík. Og það sem meira er, hugmyndin að söngleiknum Mamma Mia! er stórsniðug og örugglega þess virði að fara á í leikhús, en kvikmyndin Mamma Mia! fannst mér ekki standa undir væntingum og alls ekki hæpsins virði. Að mínu mati á að vera munur á því að sjá verk í leikhúsi og í kvikmynd sem mér fannst ekki vera í þessu tilfelli. Allt er ýkt einu númeri of mikið; gelgjuöskrin, æsingurinn og hreyfingarnar, eins og eðlilegt væri í leiksýningu. Og já, ég veit að þetta er söngvamynd og þær eru ýktar en þetta var einum of tilgerðarlegt. Þó að vissulega sé skemmtanagildi að finna í Mamma Mia! er þetta bara ótrúlega hallærisleg mynd sem er gerð enn hallærislegri með ofnotuðum slow-mo atriðum.

Maður finnur til með Pierce Brosnan þegar hann syngur (ógeðslega illa) og mér finnst þetta einhvern veginn fyrir neðan virðingu fyrrverandi Bondsins, sem og Óskarsverðlaunaleikarans Colin Firth sem fyrir mér á bara að vera dularfullur og svalur á sinn upptrekkta breska hátt (þetta er samt aðeins skárra heldur en hlutverk hans í What a Girl Wants). Ég var hrifin af söng Meryl Streep og Amanda Seyfried og fannst þær fínar á köflum, en eins og áður sagði fannst mér allt frekar ýkt og það á líka við um leik þeirra.

 

HVORU MEGIN VIÐ LÍNUNA ERT ÞÚ?

 

Með/á móti: Mamma Mia!

(Með/á móti er fastur liður á síðunni þar sem tveir stjórnendur með ólíkar skoðanir á tiltekinni bíómynd segja nákvæmlega það sem þeim finnst (helst í einni efnisgrein en ekki nauðsynlegt) og er undir notendum komið að velja þá hlið sem er raunsærri, skemmtilegri eða meira sannfærandi. En svo er alltaf séns á því að skoðun þín sé mitt á milli)

Inga Rós Vatnsdal vs. Birta Sæmundsdóttir

Mamma Mia er aðsóknamesta mynd í sögu okkar Íslendinga og er með hreinum ólíkindum hversu vel henni gekk í bíó hérna sumarið 2008. Í kringum 120,000 manns skelltu sér á myndina og sumir talsvert oftar en einu sinni (og einnig á svokölluðum „sing along“ sýningum). En myndin fékk samt aldrei mikið meira en bara meðalgóða dóma og hitti hún aðallega í mark hjá kvenkyninu, en aftur á móti náði hún að höfða til (stelpu)hópa frá cirka 6 ára aldri til 106 ára.

Til að skoða aðeins hvort eða hversu góð/léleg þessi mynd er ákváðum við að leyfa naglhörðu og óttalausu stúlkupennum Kvikmyndir.is síðunnar til að taka sitthvoru afstöðuna.

Inga segir:

Mamma Mia! er ein af þessum myndum þar sem maður annað hvort hrífst með og tekur þátt eða hristir hausinn yfir fíflagangnum. Þessi mynd gengur alla leið í hallærislegheitum sem einkenna oft söngleikjamyndir en tekst þó að hafa húmor fyrir sjálfri sér og það er formúla sem virkar. Að fara á Mamma Mia! í bíó var ótrúlega skemmtileg upplifun, salurinn var troðfullur, stemmningin í hámarki og margir tóku undir með lögunum.

Helsti styrkur myndarinnar er kannski hennar helsti veikleiki líka, það eru leikarar að syngja en ekki öfugt. Flestir komast þó vel frá borði með sönginn fyrir utan Pierce Brosnan en í bíó skellti salurinn upp úr þegar hann rembdist við að taka lagið. Kannski er fólk of vant því að sjá hann sem svalan karakter eins og James Bond og því verður það extra pínlegt þegar hann fer að syngja ABBA lög en þetta er samt svo fyndið að honum er fyrirgefinn þessi rembingur. Ef eitthvað er gerir þetta myndina ennþá skemmtilegri.

Þegar allt kemur til alls eru það ABBA lögin sem þetta allt snýst um, ef þú fílar hin sykursætu og lífsglöðu popplög ABBA þá geturðu ekki annað en verið með stórt bros á vör alla myndina. Það er ekkert að því að vilja flýja raunveruleikann þar sem kreppa ræður ríkjum í dag og Mamma Mia! er fullkomin til þess, þar fær maður gleði, sólskin og jákvæðni í stórri sprautu beint í æð sem dugir í að minnsta kosti einn dag. Afsakið mig á meðan ég skelli Mamma Mia! DVD disknum mínum í tækið.

Birta segir:

Eins og nánast önnur hver stelpa er ég mjög hrifin af söngleikjum og dýrka myndir eins og Grease, Hairspray og þættina Glee. Sömuleiðis hef ég ekkert á móti vinsælustu lögum ABBA – ég meina, þetta er diskóklassík. Og það sem meira er, hugmyndin að söngleiknum Mamma Mia! er stórsniðug og örugglega þess virði að fara á í leikhús, en kvikmyndin Mamma Mia! fannst mér ekki standa undir væntingum og alls ekki hæpsins virði. Að mínu mati á að vera munur á því að sjá verk í leikhúsi og í kvikmynd sem mér fannst ekki vera í þessu tilfelli. Allt er ýkt einu númeri of mikið; gelgjuöskrin, æsingurinn og hreyfingarnar, eins og eðlilegt væri í leiksýningu. Og já, ég veit að þetta er söngvamynd og þær eru ýktar en þetta var einum of tilgerðarlegt. Þó að vissulega sé skemmtanagildi að finna í Mamma Mia! er þetta bara ótrúlega hallærisleg mynd sem er gerð enn hallærislegri með ofnotuðum slow-mo atriðum.

Maður finnur til með Pierce Brosnan þegar hann syngur (ógeðslega illa) og mér finnst þetta einhvern veginn fyrir neðan virðingu fyrrverandi Bondsins, sem og Óskarsverðlaunaleikarans Colin Firth sem fyrir mér á bara að vera dularfullur og svalur á sinn upptrekkta breska hátt (þetta er samt aðeins skárra heldur en hlutverk hans í What a Girl Wants). Ég var hrifin af söng Meryl Streep og Amanda Seyfried og fannst þær fínar á köflum, en eins og áður sagði fannst mér allt frekar ýkt og það á líka við um leik þeirra.

 

HVORU MEGIN VIÐ LÍNUNA ERT ÞÚ?