Mel útilokar Lethal 5

Það kom upp fyrir stuttu pæling að bæta við enn einu eintaki í Lethal Weapon seríuna og hafði hugmyndin jafnvel þróast út í það að Shane Black (sem pennaði m.a. fyrstu myndina) var farinn að skipuleggja úrdrátt fyrir handritið.

En þessi hugmynd mun greinilega ekki þróast út í neitt meira þar sem að Mel Gibson hefur opinberað það að hann ætli ekki að taka þátt í henni, sem augljóslega útilokar áhuga annara (þ.á.m. Danny Glover)

Richard Donner, leikstjóri Lethal Weapon seríunnar, sagði í viðtali við L.A. Times að
Mel hafi ekki viljað snúa aftur vegna fjarveru Donner’s. Joel Silver, framleiðandi hjá Warner Bros. sagðist gjarnan vilja yngri leikstjóra að þessu sinni.

Sjálfur er Donner orðinn 78 ára gamall og finnst það ekki vera góð hugmynd að gera aðra mynd um Riggs og Murtaugh, þá aðallega vegna þess að seinasta myndin markaði viss endalok fyrir þá.

Donner er núna að vinna í Sam and George, með einmitt Gibson í aðalhlutverki.