Meira Bourne

Leikarinn góðkunni Matt Damon er nú þegar búinn að staðfesta að hann muni halda áfram sem Jason Bourne í þriðja sinn í þriðju og væntanlega seinustu myndinni sem ber heitið The Bourne Ultimatum. Það gera sér væntanlega flestir grein fyrir því að The Bourne Supremacy er frumsýnd hérlendis í dag, svo þetta á vel við kringumstæðurnar. En Damon segist vera meira en ánægður að taka við því hlutverki aftur og framleiðendur vilja jafnóðum fá hann. Leikstjórinn Paul Greengrass (sem leikstýrði Supremacy) vill ólmur vera með aftur, en eina hættan er sú að óvíst er að hann komi ef honum skildi bjóðast eitthvað annað freistandi verkefni, að sögn Damons í viðtali.
The Bourne Ultimatum er annars ekki eina framhaldsmyndin sem Damon hefur í huga. Eftir að hafa nýlega lokið tökum við Ocean’s Twelve sagði hann að nánast allur leikhópurinn þar (ásamt leikstjóranum) vilji snúa aftur í þriðja sinn (verður eitthvað eftir að ræna??), og sú ákvörðun felst í hvernig Twelve mun gera sig í fjármálunum þegar hún opnar.
Annars vegar er næsta mynd Damons, The Brothers Grimm, eftir Terry Gilliam, væntanleg með honum ásamt Heath Ledger í aðalhlutverki og er talin talsverð eftirvænting eftir þeirri mynd.