Meg Ryan í nýjum gamanþáttum

Sleepless In Seattle og When Harry Met Sally leikkonan  Meg Ryan er á leið í sjónvarp, eins og næstum önnur hver Hollywood kvikmyndastjarnan er þessa dagana.

meg ryanUm er að ræða gamanþætti á NBC sjónvarpsstöðinni eftir handritshöfundinn Marc Lawrence (Miss Congeniality ), sem vann með leikkonunni nú í sumar að hugmyndinni að þáttunum.

Þættirnir eiga að fjalla um glaðlega, trygga og ráðagóða einstæða móður, sem Ryan myndi leika, sem ákveður að snúa aftur til starfa í útgáfufyrirtæki í New York þar sem hún starfaði áður sem ritstjóri, en þarf þá að starfa undir stjórn 30 ára gamallar og taugaveiklaðrar konu sem var áður lærlingur hjá henni sjálfri.

Núna þarf hún að finna leið til að halda öllum ánægðum, yfirmanninum nýja, táningunum börnunum sínum, næstum því fyrrum eiginmanni sínum og afskiptasamri tengdamóður. Niðurstaðan er sú að hún flækir hlutina endalaust, þannig að aðstæður verða yfirleitt verri eftirá en þegar hún byrjaði að skipta sér af.

Ryan er sjálf framleiðandi þáttanna ásamt umboðsmanni sínum Jane Berliner og Lawrence.

Ryan hóf feril sinn í sjónvarpi í sápuóperunni As The World Turns og lék aukahlutverk í gamanþáttunum One Of The Boys, áður en hún skóp sér nafn í kvikmyndunum.

Lawrence hóf einnig ferilinn í sjónvarpi og vann að NBC þáttunum Family Ties, áður en hann sneri sér að kvikmyndunum eins og Ryan, en á því sviði hefur hann m.a. skrifað handritið að og leikstýrt gamanmyndinni með Sandra Bullock og Hugh Grant, Two Weeks Notice.

Stikk: