McDiarmid í Star Wars 7?

star warsOrðrómur er uppi um að kvikmyndaleikarinn Ian McDiarmid muni snúa aftur í Star Wars Episode VII.

Samkvæmt vefmiðlinum Jedi News þá gæti McDiearmid hugsanlega komið fram sem klónuð útgáfa af hinum illa keisara Palpatine, sem dó í lok síðustu myndar, Episode VI. 

Samkvæmt Slashfilm þá eru fleiri gamlir þorparar áhugasamir um að koma aftur. Ray Park hefur verið nefndur í því tilliti, í hlutverki hins illskeytta Darth Maul.

mcdiermed

„Ég hef sagt að ég myndi vilja koma að öllu sem snertir Star Wars,“ sagði Park í viðtali við Flicks And The City. „En í alvöru, innst inni, þá myndi ég helst vilja koma aftur í hlutverki Darth Maul – það er það sem mig langar að gera.“

„Ég myndi klikkast, læsa mig inni í skáp, gera allt þú veist, til að leika þessa persónu á nýjan leik.“

maul

Persónuna þraut örendi í Episode I en var endurlífgaður í The Clone Wars, þannig að það má aldrei segja aldrei þegar Star Wars er annars vegar.

Star Wars Episode VII er væntanleg í bíó 2015.