Matthew McConaughey hefur staðfest að hann muni leika í næstu mynd Christopher Nolan, Interstellar.
Í síðustu viku greindu fréttamiðlar frá því að McConaughey hefði verið boðið hlutverkið og nú er ljóst að hann verður með í myndinni.
Interstellar er vísindaskáldsögumynd sem er undir áhrifum frá hugmyndum eðlisfræðingsins og sérfræðingsins í afstæðiskenningu Albert Einstein, Kip S. Thorne, um tímaflakk og ormagöng.
Handritshöfundur er Jonathan, bróðir Christopher Nolan, en fregnir herma að Christopher hafi endurskrifað það. Framleiðendur eru Christopher, Lynda Obst og Steven Spielberg.