Fyrsta stiklan fyrir kvikmyndina Elysium í leikstjórn Neill Blomkamp var sýnd nýverið. Um er að ræða framtíðarmynd með Matt Damon og Jodie Foster í aðalhlutverki og er sögusviðið stéttaskipting manna í framtíðinni.
Árið er 2154 og þeir ríku eiga heima í geimstöð sem heitir Elysium, hinir eiga heima á jörðinnni sem er full af glæpum og fátækt. Fólkið á jörðinni heimtar jafnræði og eina von þeirra er ósköp venjulegur maður að nafni Max (Matt Damon), sem verður að komast til Elysium til að bjarga lífi sínu. Í örvæntingu sinni ákveður hann að brjótast inn í geimstöðina og gæti þar með ekki bara bjargað sínu eigin lífi, heldur líka þeim milljörðum manna sem búa á jörðinni.
Elysium verður frumsýnd 9. ágúst næstkomandi.