Það hefur lengi verið stórt spurningarmerki á bakvið framhaldsmynd Superman Returns.
Warner-menn eru víst gríðarlega óvissir með hvernig fór með seinustu mynd. Meðan að sú mynd hafi fengið mjög jákvæða dóma meðal gagnrýnenda voru almennir áhorfendur nokkuð ósáttir.
Hún var talin of löng, of væmin, og að stærsti galli hennar hafi verið skortur á góðum hasar.
Tímaritið Variety ákvað að kynna sér þróun þessarar framhaldsmyndar (sem mun bera heitið The Man of Steel – minnir svolítið á The Dark Knight, ekki satt?) og kom í ljós að Warner væri búið að gefa grænt ljós á myndina, en þeir væru hugsanlega að spá hvort væri ekki hugsanlega betra að halda áfram án Bryan’s Singer (sem leikstýrði Returns – fyrir þá sem ekki vissu).
Framleiðendur voru víst ekki nógu heillaðir yfir hans meðhöndlun til að leyfa honum að fá fullt frelsi með framhaldsmyndina.
Þeir sögðu hins vegar að skildi Singer losna fljótlega, að þá myndi hann vafalaust vera með áfram sem leikstjóri, ef ekki, þá kæmi pottþétt einhver annar í staðinn.
Annars bætti við einn Warner-höfuðpaurinn að ef þeir myndu koma til með að vera ósammála væntanlegu stefnu Singers á framhaldinu, að þá væri best að bara „byrja aftur upp á nýtt,“ eins og með The Incredible Hulk.
Mér skilst nú reyndar að Hulk hafi ekki gengið neitt mikið betur en forveri sinn. Ojæja…

