Man of Steel kitlan flýgur á netið

Man of Steel, Superman-endurræsingin hans Zacks Snyder, verður ein af stærri myndum næsta sumars og allir sem kíkja á The Dark Knight Rises í bíó munu geta séð þessa litlu kitlu á undan myndinni. Eða hér með þessari frétt.

Hún sýnir ekki mikið en hún gefur klárlega upp einhvers konar merki um það hvernig tónninn og litapallettan verður. Sennilega verður auðveldara að dæma þetta þegar meira myndefni byrjar að sýna sig. En eins og staðan er núna er þetta í það minnsta nokkuð forvitnilegt.

Annars er þátttaka Nolans alveg næg ástæða til þess að vera ekki of neikvæður, sama hversu merkilegt óhapp bíómyndin Sucker Punch reyndist vera hjá Snyder.

Hér er brotið þar sem Kevin Costner fær orðið.

 

Síðan er hér til útgáfa af nákvæmlega sama sýnishorni, en bara með röddinni hans Russell Crowe í staðinn og öðrum mónolog:

Álit?