Málmhaus í útrás

malmhausRagnar Bragason leikstjóri Málmhaus og aðalleikkona myndarinnar, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, hafa nú nýlega lokið við að skrifa undir samning við APA umboðsskrifstofuna í Bandaríkjunum eftir að myndin var sýnd á Toronto international film festival. APA umboðsskrifstofan er ein af stærstu umboðsskrifstofum heims. Þeir hafa sérhæft sig í að finna og fá til sín helsta og besta hæfileikafólk á öllum sviðum skemmtanaiðnaðarins síðastliðin 50 ár.Meðal kúnna APA eru leikarinn Gary Oldman, grínistinn Louis CK, ásamt leikstjóra 24 og Prison Break, Brad Turner. APA umboðsskrifstofan er með skrifstofur meðal annars í Beverly Hills og New York.

Ragnar Bragason er best þekktur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndunum Börn, Foreldrar og Bjarnfreðarson ásamt því að hafa leikstýrt hinum þekktu íslensku Vaktaseríunum.

Málmhaus er önnur kvikmyndin sem Þorbjörg Helga leikur í, en hún lék einnig í Djúpinu. Má því með sanni segja að Þorbjörg sé rísandi kvikmyndastjarna okkar Íslendinga.