Málmhaus – fyrsta stikla!

MEtalhead1-thumb-1906x757-39533Fyrsta stiklan úr Málmhaus, nýjustu mynd Ragnars Bragasonar var frumsýnd nú í kvöld. Myndin fjallar um Heru Karlsdóttur sem í æsku sinni er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Með helstu hlutverk fara Þorbjörg Helga Dýrfjörð, sem leikur Heru, Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðsdóttir. 

Leikstjóri er Ragnar Bragason.

Myndin verður heimsfrumsýnd núna á laugardaginn, 7. september á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada.

Hún verður frumsýnd á Íslandi 11. október nk.