Maguire hækkar í verði

Hinn síungi Tobey Maguire hefur aldeilis dottið í lukkupottinn með velgengni Spider-Man. Eftir að hún sló svo rækilega í gegn hefur hann hækkað vel í verði í Hollywood. Hann mun fá 12 milljónir dollara fyrir að leika í myndinni Seabiscuit, sem byggð er á sannsögulegum heimildum. Fjallar hún um hestinn Seabiscuit og knapa hans, en hesturinn sá vann hjörtu Bandaríkjamanna á þriðja áratug síðustu aldar. Hesturinn var nefnilega með skakkar lappir, og átti ekki að geta keppt. Hann gerði það nú samt, og vann ýmsar og stórar keppnir í kjölfarið. Myndinni verður leikstýrt af Gary Ross, en hann og Maguire unnu áður saman að kvikmyndinni Pleasantville. Tökur á myndinni hefjast í haust, og lýkur áður en Maguire hefur vinnu við Spider-Man 2 í janúar á næsta ári. Seabiscuit verður (ef ekkert kemur uppá) frumsýnd í kringum jólin 2003.

Maguire hækkar í verði

Hinn síungi Tobey Maguire hefur aldeilis dottið í lukkupottinn með velgengni Spider-Man. Eftir að hún sló svo rækilega í gegn hefur hann hækkað vel í verði í Hollywood. Hann mun fá 12 milljónir dollara fyrir að leika í myndinni Seabiscuit, sem byggð er á sannsögulegum heimildum. Fjallar hún um hestinn Seabiscuit og knapa hans, en hesturinn sá vann hjörtu Bandaríkjamanna á þriðja áratug síðustu aldar. Hesturinn var nefnilega með skakkar lappir, og átti ekki að geta keppt. Hann gerði það nú samt, og vann ýmsar og stórar keppnir í kjölfarið. Myndinni verður leikstýrt af Gary Ross, en hann og Maguire unnu áður saman að kvikmyndinni Pleasantville. Tökur á myndinni hefjast í haust, og lýkur áður en Maguire hefur vinnu við Spider-Man 2 í janúar á næsta ári. Seabiscuit verður (ef ekkert kemur uppá) frumsýnd í kringum jólin 2003.