Machete verður að bíómynd

Muniði eftir „fake“ trailerunum sem fylgdu Grindhouse ? Einn trailerinn var fyrir Machete en Robert Rodriguez skrifaði handrit að þeirr mynd árið 1993 eftir að hann hafði ráðið Danny Trejo til að leika í Desperado. Honum fannst Danny ætti að vera mexikönsk útgáfa af Jean-Claude Van Damme eða Charles Bronson, dælandi út bíómyndum árlega, og hann ætti að heita Machete.

Hugmyndin á bak við bíómyndina er að FBI og DEA lenda stundum í þeirri aðstöðu að verkefni eru of hættuleg fyrir þeirra eigin menn. Þannig að þeir fara til Mexíkó og ráða menn þaðan til að sjá um verkið, fyrir lítinn pening. Machete væri einn af þessum mönnum.

Rodruiges staðfesti á Comic-Con International 2008 að hann ætlaði að taka upp myndina jafnhliða því að taka upp Sin City 2. Hann gantaðist einnig með það að Machete myndi verða tví eða þríleikur.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég komst yfir þá eiga tökur á myndinni að hefjast núna í júlí og verður gaman að fylgjast með.

  • Sýnishorn

  • Machete: Trailer frá Grindhouse