Lucas gerir það aftur

Eins og margir vita þegar þá eru fyrstu þrjár Star Wars myndirnar á leiðinni á DVD mjög fljótlega. Í kringum 1997 voru gefnar út “Special Editions“ af þessum þremur myndum og hingað til hafa eflaust flestir talið það vera nákvæmlega það sem þeir væru að fá í nýja DVD pakkanum. Þessar myndir voru þegar breyttar frá upprunalega útgáfum að ýmsu leiti. En nei, George Lucas hefur gert það enn erfiðara fyrir okkur að tala um einhverja endanlega útgáfu af Star Wars myndunum, því að í útgáfunum sem verður að finna í DVD pakkanum verða ýmsar breytingar. Þar ber helst að nefna að í Star Wars: The Empire Strikes Back er keisaranum skipt út fyrir Ian McDiarmid og að í Star Wars: Return of the Jedi í einu af lokaatriðunum er leikaranum sem lék Svarthöfða í endauppgjöruni milli Luke og Svarthöfða skipt út fyrir Hayden Christensen. Þetta skilur eftir spurningu um hvers vegna Ewan McGregor var ekki skipt út fyrir Alec Guiness. Stærra málið hér er hins vegar hvort það sé rétt hjá Lucas að vera sífellt að fikta í meistaraverki sínu.