Love skrifar bók um samskipti kynjanna

Kvikmynda og sjónvarpsleikkonan Jennifer Love Hewitt, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Ghost Whisperer og leik í myndum eins og Garfield og I Know What You Did Last Summer, er nú á þeysireið um Bandaríkin að kynna nýja bók sína um samskipti kynjanna. Tímasetningin er kannski pínulítið skrýtin þar sem Love er nýskilin við sambýlismann sinn og meðleikara í Ghost Whisperer, Jamie Kennedy.

„Þetta var ekki alveg nógu góð tímasetning,“ sagði Love, sem er 31 árs árs gömul. „Hér er ég að kynna bók um sambönd kynjanna, en ég er sjálf einhleyp.“

Bókin heitir „The Day I Shot Cupid: My Name is Jennifer Love Hewitt and I’m a
Love-Aholic.“

Eitt ráðið sem Love er hvað hrifnust af í bókinni er þetta: Vertu sár og svekkt í 72 tíma eftir skilnaðinn, en haltu svo áfram með lífið. Önnur góð ráð í bókinni eru ráð eins og: Sættu þig við að karlmenn horfa á eftir öðrum konum og annað sem segir:  karlmenn hata að skeiða uppi í rúmi ( spoon).

Útgefandi bókarinnar er Hyperion, sem er hluti af ABC.