Lokar stóru auga

Kvikmyndahátíðin Slash Film Festival verður haldin í Vínarborg í Austurríki frá 22. september til 2. október nk. en hátíðin sérhæfir sig í fantasíumyndum, eins og fram kemur á vef hátíðarinnar og á Facebook. Um 10.000 manns sækja hátíðina heim ár hvert.

vax

Heiðurinn af stiklu hátíðarinnar í ár á góðvinur Kvikmyndir.is, kvikmyndagerðarmaðurinn Wolfgang Matzl, en kvikmyndir.is hefur áður birt efni frá honum, fyrst hrollvekjandi stuttmynd, og svo seinna klippimynd sem var hluti af bíómynd í fullri lengd.

Í nýju stiklunni notast Matzl við „stop motion animation“ tækni, þar sem hann notar vax módel í fullri stærð.

Myndin var tekin með Canon EOS 5D Mark II og Dragonframe. Aðstoðarleikstjóri var Moana Rom og tónlist er eftir Ilya Kaplan.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

/slash trailer 2016 from wolf matzl on Vimeo.