Íslenska kvikmyndin Lof mér að falla er aðra vikuna í röð langvinsælasta kvikmynd landsins. Tekjur myndarinnar um helgina námu á þrettándu milljón króna, og samtals eru tekjur Lof mér að falla nú orðnar tæpar 38 milljónir króna.
Hér má hlusta á nýjan hlaðvarpsþátt okkar um Lof mér að falla.
Önnur vinsælasta mynd nýliðinnar helgar er spennu-geimverutryllirinn Predator, ný á lista, en tekjur myndarinnar voru þónokkuð lægri en Lof mér að falla, eða á fjórðu milljón króna. Mynd númer þrjú á íslenska bíóaðsóknarlistanum er síðan hrollvekjan The Nun, sem fer niður um eitt sæti á milli vikna.
Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Rómantíska gamanmyndin Little Italy fer beint í 12. sæti og í 14. sæti listans situr Sorry to Bother You.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan. Smelltu til að sjá hann stóran: