Sannkölluð veisla af skemmtilegum stuttmyndum, pallborðsumræðum og að auki nýjungin í ár: Pitch-hugmyndakeppnin.
Alls bárust 46 stuttmyndir í keppnina í þetta skiptið og telst það vera algjört met. Tíu myndir voru valdar til sýningar og verða þær sýndar kl 20 um kvöldið. Að lokinni kvikmyndasýningu verður úrslitin tilkynnt og sigurmyndin gefin upp. Í Dómnefnd sitja: Elísabet Ronaldsdóttir, Óskar Jónasson og Ottó Geir Borg.
Myndirnar sem verða sýndar eru:
1. Vinir? – e. Sveinbjörn J. Tryggvason
2. Dóri Taxi – e. Jón Atla Guðjónsson og Hrafn Jónsson
3. Yfirborð – e. Stefán Fr. Friðriksson
4. Húsið við veginn – e. Kristján Sturla Bjarnason
5. Púslið – e. Atla Jasonarson og Daníel Gylfason
6. Friðardúfan – e. Grím Jón Sigurðsson
7. Klefi 5 – e. Sigurlögu Töru Elíasdóttur
8. Post it – e. Hlyn Pálmason
9. Fella X – e. Ágúst Leó Sigurðsson
10. Ég veit af þér – e. Sindra Gretarsson og Þór Þorsteinsson
Annars er dagskráin svohljóðandi:
15-16 – Pallborðsumræður: Elísabet Ronaldsdóttir, Óskar Jónasson og Ottó Geir Borg
16-17 – Pitchhugmyndakeppni, besta hugmyndin að kvikmynd (20.000 kr og bók frá Eymundsson í verðlaun)
17-20 – Hlé
20-23 – Stuttmyndirnar sýndar og verðlaunaafhending
Hátíðin fer fram í Norræna húsinu

