Ljósvakaljóð á fimmtudaginn

Ljósvakaljóð 2008 verða haldin hátíðlega í Norræna húsinu næsta fimmtudag þann 6.nóvember.

Vegna smá miskilnings sem kom fram í mogganum í morgun, og til að gæta jafnræðis, verður skilafrestur stuttmynda framlengdur þangað til á morgun, þriðjudaginn 4. nóvember.

Séð er fram á frábæra hátíð og fjölda stuttmynda hafa þegar borist. Aðgangur á hátíðina er ókeypis og eru allir velkomnir.

Dagskráin er eftirfarandi:

15:00 – Pallborðsumræður: Óskar Jónasson, Elísabet Ronaldsdóttir og Ottó Geir Borg

16:00 – Pitchhugmyndakeppni – besta kvikmyndahugmyndin (20.000 kr og bók frá Eymundsson í verðlaun). Dómnefnd: Óskar Jónasson, Elísabet Ronaldsdóttir og Ottó Geir Borg.

—-
20:00 Stuttmyndakeppnin (70.000 kr og bók frá Eymundsson í verðlaun)
23:00 Slit

Kaffi og veitingar verða í boði.

Nánari upplýsingar á ljosvakaljod.is