Teiknimyndin Monsters University er vinsælasta myndin á Íslandi í dag, og má þar með segja að litlu sætu skrímslin í myndinni hafi skotið risastóru og hræðilegu geimskrímslunum í hinni annars stórgóðu Guillermo Del Toro mynd Pacific Rim ref fyrir rass nú um helgina.
Monsters University fékk um tvöfalt meiri aðsókn en Pacific Rim, sem var önnur vinsælasta myndin.
Monsters University fjallar um þá Mike og Sulley og þeirra fyrstu kynni og hvernig þeir leystu úr ágreiningsefnum og urðu síðan bestu vinir. Pacific Rim fjallar hinsvegar um geimskrísli sem rísa upp úr hafinu og ógna öllu lífi í jörðinni.
Lestu umfjöllun kvikmyndir.is um Pacific Rim hérna.
Í þriðja sæti og niður um eitt sæti á milli vikna er myndin The Heat og í fjórða sæti er toppmynd síðustu viku, uppvakningatryllirinn World War Z með Brad Pitt í aðalhlutverkinu. Í fimmta sæti er svo ný mynd á lista, R.I.P.D. með þeim Ryan Reynolds og Jeff Bridges í aðalhlutverkum.
Hér geturðu séð hvað er boðið upp á í kvikmyndahúsunum í dag.
Hér geturðu séð hvaða myndir eru væntanlegar í bíó á Íslandi.
Sjáðu lista 12 vinsælustu mynda í bíó á Íslandi í dag hér fyrir neðan:



