Listi yfir vinningshafa Golden Globe Awards

 Golden Globe verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi með pompi og prakt, og stærsta spurningin var hvort Heath Ledger myndi vinna hnöttinn, sem reyndist vera raunin, en hann var valinn besti aukaleikari fyrir hlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight.

Margir segja að Golden Globe verðlaunahátíðin gefi góða vísbendingu fyrir Óskarsverðlaunin, og tölfræðin styður þá fullyrðingu. Slumdog Millionaire var valin besta myndin, en hún hefur fengið stórkostlega dóma í fjölmiðlum erlendis undanfarið.

Hér er listi yfir vinningshafa Golden Globe verðlaunahátíðarinnar:

Kvikmyndir:

Besta mynd, drama
Slumdog Millionaire

Besti aðalleikari, drama
Mickey Rourke, The Wrestler

Besta aðalleikkona, drama
Kate Winslet, Revolutionary Road

Besta mynd, söngleikur/gamanmynd
Vicky Cristina Barcelona

Besti aðalleikari, söngleikur/gamanmynd
Colin Farrell, In Bruges

Besta aðalleikkona, söngleikur/gamanmynd
Sally Hawkins, Happy-Go-Lucky

Besti leikstjóri
Danny Boyle, Slumdog Millionaire

Besta tónlist
A.R. Rahman, Slumdog Millionaire

Besta handrit
Simon Beaufoy, Slumdog Millionaire

Besta erlenda mynd
Waltz With Bashir, Israel

Besti aukaleikari í kvikmynd (óháð tegund myndar)
Heath Ledger, The Dark Knight

Besta aukaleikkona í kvikmynd (óháð tegund myndar)
Kate Winslet, The Reader

Besta teiknimynd
WALL·E

Besta lag
„The Wrestler,“ The Wrestler; music and lyrics by Bruce Springsteen

Sjónvarp:

Besta sjónvarpssería, drama
Mad Men

Besta leikkona í sjónvarpsseríu, söngleikur/gaman
Tina Fey, 30 Rock

Besta sjónvarpssería, söngleikur/gaman
30 Rock

Besti leikari í sjónvarpsmynd
Paul Giamatti, John Adams

Besti leikari í sjónvarpsseríu, söngleikur/gaman
Alec Baldwin, 30 Rock

Besta leikkona í sjónvarpsmynd
Laura Linney, John Adams

Besta sjónvarpsmynd
John Adams

Besta leikkona í sjónvarpsseríu, drama
Anna Paquin, True Blood

Besti leikari í sjónvarpsseríu, drama
Gabriel Byrne, In Treatment

Besta aukaleikkona í seríu, miniseríu eða sjónvarpsmynd
Laura Dern, Recount

Besti aukaleikari í seríu, miniseríu eða sjónvarpsmynd
Tom Wilkinson, John Adams