Leynilíf gæludýra 2 komin í gang

Vegna mikillar velgengni fyrstu myndarinnar, þá hafa kvikmyndafyrirtækin bandarísku Illumination Entertainment og Universal Pictures sett framleiðslu á Leynilífi gæludýra 2, eða The Secret Life of Pets 2, í gang, en frumsýna á framhaldsmyndina 13. júlí, 2018.

the-secret-life-of-pets

Leynilíf gæludýra setti nýtt met í Bandaríkjunum á dögunum og varð tekjuhæsta bíómyndin í sögunni ( sem ekki er framhaldsmynd eða endurgerð ) á frumsýningarhelgi með 104,3 milljónir Bandaríkjadala í tekjur.

Chris Renaud mun snúa aftur sem leikstjóri og sömuleiðis handritshöfundurinn Brian Lynch.

Myndin var frumsýnd fyrr í vikunni hér á Íslandi.

Myndin hefur þegar þetta er skrifað þénað meira en 400 milljónir dala um heim allan, og þar af 300,3 milljónir í Bandaríkjunum.

Með helstu hlutverk fara Louis C.K., Eric Stonestreet, Kevin Hart, Steve Coogan, Ellie Kemper, Bobby Moynihan, Lake Bell, Dana Carvey, Hannibal Buress, Jenny Slate og Albert Brooks.