Leonidas endurlífgaður í 300 framhaldsmynd ?

Frank Miller vinnur nú hörðum höndum að því að skrifa framhald að 300. Hann hefur meðal annars verið að ferðast til Grikklands til að skoða landslagið og annað. Lítið hefur verið gefið upp um söguþráð nýju myndarinnar en leikstjórinn Mark Canton sagðist ekki útiloka að einhverjir yrðu endurlífgaðir úr fyrri myndinni.

Zack Snyder hefur hins vegar sagt að myndin verði líklega ekki beint framhald, heldur verði saga frá sama tímabili og með sama útliti og 300.

Það er mikið talað um þetta í kvikmyndafréttunum vestan hafs þótt ekki sé einu sinni komið handrit að myndinni.

Ég sá á einni síðu að einhver líkti þessu við að gera framhald að Titanic, það væri bara kjánalegt.