Sápuóperan Leiðarljós, eða Guiding Light, sem Íslendingar hafa fylgst með um áraraðir og er lífsseigasti framhaldsþáttur í sjónvarpi frá upphafi, hefur runnið sitt skeið á enda.
Síðasti þátturinn var sendur út í gær,föstudaginn 18. september, en hann hafði verið samfellt á dagskrá í 72 ár.
Þátturinn byrjaði í útvarpi árið 1937 og flutti sig yfir í sjónvarp árið 1952. Heimsmetabók Guinness hefur kallað þáttaröðina, Heimsins lífsseigustu leiknu sjónvarpsþáttaröð.
Áhorf á þættina hafði minnkað niður í aðeins 2 milljónir áhorfenda á hvern þátt, og CBS sjónvarpsstöðin tilkynnti um endalokin í apríl sl.
Þátturinn hefur unnið tugi Emmy verðlauna á líftíma sínum.

