Í tilefni af því að gamanmyndin (með örlitlum splatter) Zombieland lendir í búðir núna á fimmtudaginn þá ætla ég að gefa fáein eintök af myndinni hérna á síðunni. Myndin þarf varla á einhverri kynningu að halda, en þeir sem ekki hafa enn séð hana eru beðnir um að kippa því í lag við fyrsta tækifæri. Hún er án efa besta mynd sinnar tegundar síðan Shaun of the Dead.
Ef þú hefur áhuga á því að eignast DVD eintak af myndinni þá máttu senda mér tölvupóst (á tommi@kvikmyndir.is) og svara eftirfarandi spurningu, sem er fislétt.
Hinn ungi Jesse Eisenberg lék í annarri mynd frá árinu 2009 þar sem skemmtigarður spilaði stóran þátt – alveg eins og í Zombieland. Báðir titlarnir enda m.a.s. á sama orði. Hvað heitir myndin?
Auðvelt, ekki satt?
Þátttakendur eru þó beðnir um að láta kennitölu fylgja með póstinum þar sem myndin er bönnuð innan 16 ára. Dregið verður úr þessari getraun á fimmtudaginn (í kringum hádegið cirka). Vinningshafar fá diskana senda heim til sín.
Ég lýk þessari getraun með nokkrum bútum úr myndinni:

