Leikur mömmu Wahlberg

Leikkonan Jessica Lange hefur bæst við leikaraliðið í endurgerð myndarinnar The Gambler.

langeHún mun leika móður Mark Wahlberg en James Caan lék í upphaflegu myndinni frá 1974.

Leikstjóri verður Rupert Wyatt (Rise of the Planet of the Apes). Myndin fjallar um enskan prófessor með spilafíkn sem skuldar mafíunni háa peningauppphæð.

Lange lék síðast í sjónvarpsseríunni American Horror Story. Á meðal þekktustu mynda hennar eru Tootsie, Big Fish og Cape Fear.