Kóngavegur er nýjasta mynd Valdísar Óskarsdóttur og skartar leikaraliðið úr Vesturport genginu. Myndin gerist í hjólhýsahverfi og segir frá atburðum sem eiga sér stað
þegar. Júníor (Gísli Örn Garðarsson) snýr aftur heim til Íslands eftir þriggja ára fjarveru
erlendis. Hann kemur með ýmis vandræði í farteskinu og vonar að faðir
hans (Sigurður Sigurjónsson) geti leyst úr þeim en heimkoman reynist ekki vera alveg sú sem
hann átti von á.
Ef þú vilt eiga séns á því að vinna þér inn tvo almenna boðsmiða á myndina þá þarftu ekki að gera mikið meira en að svara einni laufléttri spurningu. Getraunin stendur yfir laugardaginn og verður dregið úr réttum svörum í kringum hádegi sunnudags.
Spurningin er svohljóðandi:
Valdís Óskarsdóttir leikstýrði sinni fyrstu mynd árið 2008. Hvað heitir hún?
Svarið sendist á tommi@kvikmyndir.is. Gangi ykkur vel!
Ég vildi annars nýta tækifærið og spyrja þá sem hafa þegar séð hana: Hvernig fannst ykkur myndin?

