Leikur: I Love You, Phillip Morris

Ég verð að játa… Á morgun er óvenju gott úrval af frumsýndum myndum og persónulega mæli ég með þeim öllum (nema Dear John, sem ég hef ekki séð). Það er samt sem áður ein sem ég vil vekja sérstaka athygli á, og það er nýjasta myndin með Jim Carrey í aðalhlutverki, ásamt Ewan McGregor í hlutverki kærasta hans.

I Love You, Phillip Morris fjallar um Steven Russell (Carrey), sem er hamingjusamlega giftur lögreglumaður í smábæ sem
neyðist til að endurmeta allt líf sitt eftir afdrifaríkt bílslys. Hann
uppgötvar skyndilega að hann er samkynhneigður og ákveður að lifa
lífinu til hins ýtrasta, og skiptir þá litlu máli hvort það þurfi að
brjóta lögin til þess. Hinn nýi lífstíll Stevens inniheldur lygar,
fjársvik og á endanum fría gistinu í fangelsi, þar sem hann hittir hinn
mjúkmála Phillip Morris (McGregor).
Steven verður umsvifalaust ástfanginn af Phillip og einbeitir sér nú að
því með öllum ráðum að losa Phillip með einhverju móti úr fangelsinu og
eignast hið fullkomna líf með honum. Það verður hinsvegar fljótt ansi
flókið, því til þess notar hann hver svikin og lygina á eftir annarri.

Það sem ég ætla að gera núna er að bjóða notendum síðunnar upp á almenna boðsmiða á myndina (já, þetta er s.s. önnur getraun dagsins). Hver vinningshafi fær tvo miða sem gilda á allar sýningar.

Það eina sem þú gerir er að senda mér póst og segja hvaða mynd með Jim Carrey er í mestum metum hjá þér og hvers vegna.
Þetta sendist síðan á tommi@kvikmyndir.is (helst merkið bréfið Phillip Morris).
Ég hef síðan samband við vinningshafa um hádegið á morgun (miðv.) og
þeir fá nánari upplýsingar um hvernig þeir fá miðana í hendur.

Gangi ykkur vel.