Leikur aðalkvenhlutverkið í The Hateful Eight

Jennifer Jason Leigh hefur verið ráðin í aðalkvenhlutverkið í nýjustu mynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight.  jennifer-jason-leigh

Leigh mun leika Daisy Domergue sem er eftirlýst fyrir morð og til stendur að hengja hana. Margar aðrar leikkonur höfðu verið orðaðar við hlutverkið, þar á meðal Michelle Williams, Hilary Swank, Robin Wright og Demi Moore.

Leigh vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir leik sinn í Last Exit To Brooklyn og Single White Female.

Samuel L. Jackson, Kurt Russell, Tim Roth, Michael Madsen, Walton Goggins og Bruce Dern leika einnig í myndinni.

The Hateful Eight gerist í Wyoming eftir borgarastríðið og er hún væntanleg í bíó á næsta ári.