Framleiðslufyrirtækið Summit Entertainment, sem sér m.a. um Twilight-seríuna, gerir metnaðarfulla tilraun til þess að finna leikstjóra fyrir lokamyndina, Breaking Dawn. Og þar sem efniviðurinn er vægast sagt sérstakur (lesið hér) í þessari fjórðu lotu er markmiðið að finna virtan leikstjóra sem jafnvel hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.
Já
þið lásuð rétt (og megið hlæja núna). Meira að segja framleiðendur eru
svo óvissir með sum atriðin í þessari sögu að þeir þurfa að finna
einhvern þaulreyndan og markvissan til að geta komið í veg fyrir að
þessi mynd verði stærsta aðhlátursefni næsta árs.
Entertainment Weekly segir að Summit sé að skoða nöfn eins og Sofia Coppola (The Virgin Suicides, Lost in Translation), Gus Van Sant (Good Will Hunting, Milk) og Bill Condon
(Kinsey, Dreamgirls). Van Sant hefur meira að segja staðfest það að
hann hafi fengið boðið, en hin tvö hafa ekkert sagt hingað til.
Þriðja myndin í röðinni, Eclipse, verður frumsýnd í sumar. Leikstjóri hennar er David Slade, sem gerði Hard Candy og 30 Days of Night. Svo kemur New Moon út á DVD í mánuðinum. Yay?

