Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Jason Reitman
Leikarar: Gabriel LaBelle, Dylan O´Brien, Rachel Sennott, Cory Michael Smith, Ella Hunt, Lamorne Morris, Kim Matula, Cooper Hoffman, Nicholas Braun, Andrew Barth Feldman, Tommy Dewey, Finn Wolfhard, Willem Dafoe, J.K. Simmons, Kaia Gerber, Catherine Curtin, Matthew Rhys, Joe Chrest, Drew Scheid, Jacob Berger
Ellefta október árið 1975 breytti harðskeyttur hópur ungra grínista og handritshöfunda sjónvarpi til frambúðar. Myndin segir sanna sögu af því hvað gerðist það kvöld á bakvið tjöldin. Hér fáum við lýsingu á andartökunum áður en fyrsti þáttur af gamanþáttunum Saturday Night Live fór í loftið.
Útgefin: 3. janúar 2025
Drama
Leikstjórn Thomas Napper
Leikarar: Haley Bennett, Tom Sturridge, Sam Riley, Ben Miles, Anson Boon, Paul Rhys, Natasha O'Keeffe, Ian Conningham, Cecily Cleeve, Nicholas Farrell, Christopher Villiers, Cara Seymour, Phoebe Nicholls
Eftir dauða eiginmanns síns þá fer frú Clicquot gegn venjum og siðum með því að taka við stjórnartaumum í vínfyrirtæki þeirra hjóna. Hún hlustar ekki á gagnrýnisraddir og tekst að lokum að umbylta kampavínsiðnaðinum og verður á endanum ein mesta athafnakona heims.
Útgefin: 3. janúar 2025
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Sophie Roy, Jean-François Pouliot
Leikarar: Tatiana Maslany, Mena Massoud, Tristan D. Lalla, Daniel Brochu, Eleanor Noble, Lucinda Davis, Richard M Dumont, Val Mervis, Wyatt Bowen
Hið hugrakka fiðrildi Sigurd getur ekki flogið, en það stoppar hann ekki. Hann dreymir um að komast í hið mikla ferðalag fiðrildanna og felur sig plöntuvagni til að láta drauminn rætast. Ásamt lirfunni Martin og fiðrildinu Jennifer, leggur hann upp í ævintýraför.
Útgefin: 3. janúar 2025
Drama
Leikstjórn D.W. Waterson
Leikarar: Devery Jacobs, Evan Rachel Wood, Shannyn Sossamon, Kudakwashe Rutendo, Wendy Crewson, Thomas Antony Olajide, Noa DiBerto, Olunike Adeliyi
Riley, metnaðarfull klappstýra, kemst í aðal klappstýruliðið, Thunderhawks. Samkeppnin er hörð og Riley þarf að ná stjórn á kvíðanum, bæta sambandið við vinkonu sína í liðinu, og þola kröfuharðan yfirþjálfara.
Útgefin: 3. janúar 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Kelly Marcel
Leikarar: Tom Hardy, Chiwetel Ejiofor, Juno Temple, Clark Backo, Rhys Ifans, Stephen Graham, Peggy Lu, Alanna Ubach, Hala Finley, Dash McCloud, Cristo Fernández, Ivo Nandi, Otis Winston
Eddie og Venom eru hundeltir af tveimur heimum. Þeir neyðast til að taka ákvörðun sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar fyrir þá báða. Þetta er þeirra lokadans.
Útgefin: 13. janúar 2025
GamanDramaÆviágrip
Leikstjórn Chris Foggin
Leikarar: Rory Kinnear, Jo Hartley, Joel Fry, Phoebe Dynevor, Paul Kaye, Naomi Battrick, Harry Michell, Angus Wright, Darwin Taylor, Steve Edge, Bobby Hirston
Sönn saga af því hvernig Dave Fishwick, maður úr verkamannastétt sem vann sig upp og varð milljónamæringur, barðist fyrir því að setja upp samfélagsbanka þannig að hann gæti hjálpað fyrirtækjum í Burnley. Í baráttu sinni þurfti hann að takast á við fjármálastofnanir Lundúnaborgar en markmiðið var að fá fyrsta nýja bankaleyfið sem gefið hafði verið út í eitt hundrað ár.
Útgefin: 13. janúar 2025