Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennaStríð
Leikstjórn Jalmari Helander
"Maðurinn sem neitar að deyja" snýr aftur að húsinu þar sem fjölskylda hans var myrt á hrottalegan hátt í stríðinu. Hann rífur húsið niður, hleður því á vörubíl og er staðráðinn í að endurbyggja það á öruggum stað þeim til heiðurs. Þegar herforingi Rauða hersins, sem myrti fjölskyldu mannsins, snýr aftur, harðákveðinn í að ljúka verkinu, hefst vægðarlaus og stórbrotinn eltingaleikur þvert yfir landið – uppgjör upp á líf og dauða.
Útgefin: 12. janúar 2026
Heimildarmynd
Leikstjórn Becky Hutner
Fatahönnuðurinn Amy Powney er á hátindi ferils síns en hefur áhyggjur af sóun í greininni. Fashion Reimagined fylgir henni eftir í umbreytandi ferðalagi um heiminn til að skapa fatalínu sem er sjálfbær á öllum sviðum.
Útgefin: 16. janúar 2026
Teiknað
Leikstjórn Nina Wels, Timo Berg
Tafiti, ungur jarðköttur, hafnar í fyrstu vináttu við Bristles, runnasvín. Þegar afi hans er bitinn af snáki leggur Tafiti af stað til að finna blómið sem er lækningin. Bristles vill sanna að ævintýri séu alltaf betri með vinum.
Útgefin: 16. janúar 2026
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Chris Stuckmann
Örvæntingarfull leit konu að löngu týndri systur sinni stigmagnast, þegar hún áttar sig á að ímyndaði djöfullinn úr bernsku þeirra, gæti hafa verið raunverulegur.
Útgefin: 23. janúar 2026
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Gary Shore
Þegar ljósmyndararnir Anne og Patrick koma um borð í skip með ungan son sinn, Lukas, hleypa þau af stað atburðarás sem fléttar fjölskyldu þeirra saman við myrka fortíð skipsins. Eftir því sem skelfingin magnast í kringum þau gera þau sér grein fyrir því að þetta glæsilega farþegaskip er ekki allt sem sýnist: merkileg arfleifð þess felur ofbeldisfull leyndarmál.
Útgefin: 23. janúar 2026
Söngleikur
Leikstjórn Maria Friedman
Franklin Shepard er hæfileikaríkt Broadway-tónskáld sem yfirgefur leikhúsferil sinn og alla vini sína í New York til að framleiða kvikmyndir í Los Angeles. Sagan hefst þegar hann stendur á hátindi frægðar sinnar í Hollywood og færist aftur á bak í tíma og sýnir svipmyndir af mikilvægustu augnablikum í lífi Franks sem mótuðu manninn sem hann er í dag. Um er að ræða upptöku af af enduruppfærslu á söngleik Stephens Sondheim og George Furth sem hlaut Tony-verðlaunin árið 2024, í Hudson-leikhúsinu í New York-borg.
Útgefin: 27. janúar 2026
Heimildarmynd
Leikstjórn Adrian Sibley
Einlæg og afhjúpandi innsýn í einkalíf og feril Richards Harris. Þessi heimildarmynd fer í saumana á flókinn og stundum mótsagnakenndan persónuleika Harris, sem var einn merkasti leikari sinnar kynslóðar. Hver þriggja sona hans – Jared, Jamie og Damian – gefur sína eigin sýn á málin þegar þeir kalla fram anda föður síns heitins á hvíta tjaldið.
Útgefin: 30. janúar 2026
DramaTónlistSöguleg
Leikstjórn Nicholas Hytner
Þegar fyrri heimsstyrjöldin geisar tekur dr. Henry Guthrie við breskum kór sem hefur misst flestar karlraddirnar í herinn. Samfélagið kemst fljótlega að því að besta svarið við ringulreið stríðsins sé að njóta saman fagurrrar tónlistar.
Útgefin: 2. febrúar 2026
RómantíkDramaÆvintýri
Leikstjórn Julia Jackman
Þegar heillandi gestur kemur í afskekktan kastala fer viðkvæmt jafnvægi í sambandi hirðulauss eiginmanns, saklausrar brúðar hans, Cherry, og tryggrar þernu þeirra, Hero, úr skorðum.
Útgefin: 2. febrúar 2026
DramaSögulegÆviágripÍþróttir
Leikstjórn David Michôd
Líf og ótrúlegur ferill Christy Martin, sigursælustu hnefaleikakonu tíunda áratugarins. Christy Martin hafði aldrei ímyndað sér líf utan smábæjarins í Vestur-Virginíu – þar til hún uppgötvaði að hún hafði lag á að kýla fólk. Knúin áfram af hörku, hreinum ásetningi og óbilandi sigurlöngun ryðst hún inn í heim hnefaleikanna undir leiðsögn þjálfara síns og umboðsmanns sem síðar varð eiginmaður hennar, Jim. En á meðan Christy sýnir eldheitan persónuleika í hringnum eiga erfiðustu bardagar hennar sér stað utan hans – þar sem hún tekst á við fjölskyldu, sjálfsmynd og samband sem gæti orðið upp á líf eða dauða.
Útgefin: 9. febrúar 2026
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Tom Gormican
Vinahópur í miðaldrakreppu fer út í regnskóg til að endurgera uppáhaldsmyndina sína frá æskuárunum, en lendir í baráttu upp á líf og dauða gegn náttúruhamförum, risaslöngum og ofbeldisfullum glæpamönnum.
Útgefin: 24. febrúar 2026
RómantíkSpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Ugla Hauksdóttir
Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.
Útgefin: 26. mars 2026
DramaGlæpaÆviágrip
Leikstjórn Gus Van Sant
Árið 1977 kom fyrrverandi fasteignasali, Tony Kiritsis, inn á skrifstofu Richard Hall, forstjóra fjármálafyrirtækisins Meridian Mortgage Company, með afsagaða haglabyssu sem hann tengdi sprengibúnað við, og krafðist 5 milljóna dala í bætur og persónulegrar afsökunarbeiðni vegna óréttlætis sem hann taldi sig hafa verið beittan.
Útgefin: 26. mars 2026