Lasse Hallström

Leikstjórinn Lasse Hallström ( The Cider House Rules ) hefur skrifað undir samning þess efnis að hann muni leikstýra kvikmyndinni A Conspiracy Of Paper. Þar með hætti hann við að leikstýra Cinderella Man, sem hann ætlaði sér að gera með Russell Crowe og Renee Zellweger. Handrit þessarar myndar er skrifað af Robert Nelson Jacobs, en hann og Hallström unnu saman að Chocolat. Fjallar myndin um hvernig verðbréfamarkaðurinn í London varð til á 19. öldinni. Hljómar gríðarlega spennandi.