La La Land fer leikandi á toppinn

Ryan Gosling og Emma Stone, aðalleikarar rómantísku dans- og söngvamyndarinnar La La Land,  gerðu sér lítið fyrir og dönsuðu sig á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina. Myndin er tilnefnd til 14 Óskarsverðlauna. Íslenska verðlaunamyndin Hjartasteinn hélt stöðu sinni í öðru sæti listans, en toppmynd síðustu viku, Vin Diesel myndin xXx: Return of Xander Cage, féll niður í þriðja sæti milli vikna.

la-la-land

Tvær nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Beint í sjöunda sætið fór spennumyndin Resident Evil: The Final Chapter og í 24. sætinu er finnska verðlaunamyndin The Happiest Day in the Life of Olli Mäki. 

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoff