Kvikmyndir.is valinn besti afþreyingarvefurinn!

 Rétt í þessu var umræddur vefur, Kvikmyndir.is, valinn besti afþreyingarvefurinn fyrir árið 2008. Verðlaunin voru veit af Samtökum Vefiðnaðarins, en ásamt okkur voru vefirnir Iceland Socks, Skjárinn, Tónlist.is og Vísir.is tilnefndir.

Í umsögn dómnefndar sagði m.a. að vefurinn geymdi ítarlegar og vel aðgengilegar upplýsingar um kvikmyndir og að gott samfélag hafi byggst í kringum vefinn.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og höldum áfram að byggja á velgengni síðustu ára, en eins og margir vita þá var vefurinn 11 ára seint á síðasta ári.

Takk fyrir okkur!
Kvikmyndir.is