Kvikmyndir.is í Kviku

Síðastliðinn laugardagsmorgunn var umfjöllun um kvikmyndir.is í kvikmyndaþættinum kviku á Ríkisútvarpinu. Umsjónarmaður þáttarins Sigríður Pétursdóttir ræddi þar við tvo af aðstandendum síðunnar, þá Tómas og Þráin. Farið var yfir sögu og hlutverk síðunnar auk þess sem þeir Tómas og Þráinn sögðu frá uppáhaldsjólakvikmyndunum sínum.

Hér má hlusta á þáttinn á vef ríkisútvarpsins.

Því má bæta við að meðal þeirra mynda sem þeir Þráinn og Tómas nefndu sem ómissandi í jólamánuðinum var Die Hard, en hún mun vera mjög vinsæl á jólunum um heim allan hjá kvikmyndaáhugamönnum.