Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008

 Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum (Nordisk Film & TV Fond)

Þann 1. september n.k. verður kunngjört
hvaða fimm kvikmyndir hafa hlotið tilnefningu til kvikmyndaverðlauna
Norðurlandaráðs 2008. Ein mynd frá hverju landi hlýtur tilnefningu;
Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Í fyrsta skipti
gefst almenningi í öllum löndunum tækifæri til að sjá myndirnar
á sérstökum sýningum
í höfuðborgunum fimm. Sýningarnar hérlendis
fara fram í Háskólabíói 13. og 14. september í samstarfi við
Græna ljósið.
 

“Við viljum heiðra það fólk
og þær myndir sem hafa hlotið tilnefningar í ár”
, segir Hanne
Palmquist
, framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins
sem hefur yfirumsjón með Kvikmyndaverðlaununum. “Mögulega hefði
ein eða fleiri myndanna aldrei verið sýndar í kvikmyndahúsum Norðurlandanna
fimm. Nú fá áhorfendur tækifæri til að sjá allar myndirnar og
gera upp sinn eigin hug, áður en sigurvegarinn er tilkynntur 15. október
,
bætir Palmquist við.
 

Á hverju ári veitir Norðurlandaráð
bókmenntaverðlaun, tónlistarverðlaun, kvikmyndaverðlaun og náttúru-
og umhverfisverðlaun. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli
á bókmenntum, tungumáli, tónlist og kvikmyndum nágrannalandanna.
Hverjum verðlaunum fylgja 350.000 danskar krónur í verðlaunafé.

Dómnefnd Kvikmyndaverðlauna
Norðurlandaráðs 2008:
 

Anne Jerslev, lektor
– Danmörk

Johanna Grönqvist,
ritstjóri – Finnland 
Sigurjón B. Sigurðsson
(Sjón), rithöfundur – Ísland    

Le LD Nguyen, kvikmyndagagnrýnandi – Noregur

Eva af Geijerstam,
kvikmyndagagnrýnandi – Svíþjóð



Mikilvægar dagsetningar:

1. september 2008:  Tilkynnt
verður hvaða fimm norrænu myndir hljóta tilnefningu til Kvikmyndaverðlauna
Norðurlandaráðs. 

15. október: Tilkynnt um
hver hlýtur Kvikmyndaverðlaunin og þar með 350.000 danskar krónur.
Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi deila með sér verðlaunafénu.

28. október:  Öll verðlaun
Norðurlandaráðs (bókmenntir, tónlist, kvikmyndir, náttúra- og
umhverfi) eru afhent við hátíðlega haustathöfn Norðurlandaráðs
í Helsinki.

 

Dagsetningar kvikmyndasýninga:

13. – 14. september:   Reykjavik
(Háskólabíó)

18. – 28. september:   Helsinki
29. sept. – 2. október: 
 Kaupmannahöfn
4. – 5. október:    Osló

11. – 12. október:    Stokkhólmur
 

 

FYRRI VERÐLAUNAHAFAR KVIKMYNDAVERÐLAUNA
NORÐURLANDARÁÐS

Árið 2002, á 50 ára afmæli Norðurlandaráðs,
voru Kvikmyndaverðlaunin afhent í fyrsta sinn. Sigurvegarinn var finnska
myndin Mies vailla menneisyyttä (Maður án fortíðar)
eftir Aki Kaurismäki, sem leikstýrði, skrifaði og framleiddi. Myndin
hlaut í kjölfarið tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda
mynd ársins. Árið 2005 urðu Kvikmyndaverðlaunin að föstum lið
í verðlaunaafhendingu ráðsins.
 

Árið 2005 sigraði danska myndin
Drabet (Manndrápið)
sem var leikstýrt af Per Fly, skrifuð af
Kim Leona,
Dorte
Høg, Mogens Rukov og Per Fly og framleidd af Ib Tardini fyrir Zentropa.
 

Árið 2006 sigraði
sænska myndin Zozo (Zozo) eftir leikstjórann og handritshöfundinn
Josef Fares en myndin var framleidd af Anna Anthony fyrir Memfis films.
 

Árið 2007 sigraði
danska myndin Kunsten at græde i kor (Kúnstin
að gráta)
sem var leikstýrt af Peter Schønau Fog, skrifuð af
Bo hr. Hansen og framleidd af Thomas Stenderup fyrir Final Cut. Kvikmyndin
er byggð á bók eftir Erling Jepsen.

www.nordiskfilmogtvfond.com
www.norden.org