Nýjasta stórmynd rómantíska leikstjórans Baz Luhrmann, The Great Gatsby, hefur verið frestað til sumars á næsta ári. Upphaflegi útgáfudagurinn í bandaríkjunum var jóladagur en þá myndi hún keppa við aðra stórmynd, Tarantino suðran Django Unhcained sem skartar einnig DiCaprio í einu af aðalhlutverkum myndarinnar.
Samkeppnin er ansi hörð um jólaleytið í ár því þá koma einnig út stórmyndirnar The Hobbit: An Unexpected Journey, Les Misérables, Zero Dark Thirty, This is 40, og Jack Reacher. Samkeppnin virðist ekki bjóða upp á marga sigurvegara og er það talin líkleg ástæða fyrir frestun myndarinnar en það verður forvitnilegt að sjá hvernig The Great Gatsby mun vegna næsta sumar gegn öðrum stórmyndum.
Myndin skartar þau Leonardo DiCaprio, Carrey Muligan, og Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin er byggð á sígildu bókinni The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald. Sagan gerist frá vori til hausts og fjallar um ævintýri og harmleik í lífi Jay Gatsby í gegnum innlit forvitna nágranna hans Nick Carraway.
Forstjóri innanlands dreifinga WB, Dan Fellman, lýsti því yfir að: “Miðað við það sem við höfum séð er magnað verk Baz Luhrmann allt sem við áttum von á og meira til. [Myndin] gæðir sígilda ameríska verk Fitzgerald lífi á algjörlega lokkandi, sjónrænt töfrandi og spennandi máta. Við teljum að bíógestir á öllum aldri eigi eftir að taka vel á móti henni.“
Einnig hafa vangaveltur komið upp um hvort myndin þurfi í raun meiri tíma til að fínpússa þrívíddina í myndinni og stjörnuprýddu tónlistina. Þetta verður nefnilega ein af þessum örfáu kvikmyndum sem eru gerðar með þrívíddina í miklum forgangi í framleiðslunni eins og Avatar, Hobbitaþríleikurinn, Hugo, og How To Train Your Dragon. Þannig þið getið bókað að Gatsby verði þess virði að setja gleraugun upp fyrir.
Hér má finna stikluna fyrir myndina sem er svo sannarlega ómissandi augnkonfekt. Enginn útgáfudagur er nú til staðar en það breytist líklega í bráð.
Hvernig lýst lesendum á þessa frestun? Vekur hún upp meiri spennu fyrir myndinni og notkun hennar á þrívídd og tónlist eða fannst ykkur hún frekar passa fyrir jólatíðina?