Leikaralistinn í næstu mynd Quentin Tarantino lofar góðu. Jamie Foxx fer með titilhlutverkið en auk þess verða kanónur á borð við Leonardo DiCaprio, Samuel L. Jackson og Christoph Waltz í stórum hlutverkum. Myndin ber nafnið Django Unchained, og verður Tarantino hefur talað um að hann vilji gera mynd sem taki á ljótustu sögu Bandaríkjanna, en gera það í stíl spaghettí-vestra.
Myndin fjallar um Django, fyrrum þræl sem hlotið hefur þjálfun hjá Þýskum hausaveiðara, (Waltz). Leonardo DiCaprio fer með hlutverk Calvin Candie, fyrrum eiganda Django, sem er plantekrueigandi og rekur auk þess skemmtistað fyrir velstæða karlmenn, Candyland. Samuel L. Jackson leikur hundtryggan húsþræl hans, Stephen. Þó að Django sé frjáls á Candie ennþá eiginkonu hans, Broomhilda, og selur hana í vændi á skemmtistaðnum. Kevin Costner var sagður ætla að taka að sér hlutverk Ace Woody, þjálfara bardagaþræla sem att er saman gestum Candylands til gamans. Fyrir stuttu bárust fréttir af því að hann hefði þurft að segja sig frá hlutverkinu vegna anna, og nú er Kurt Russell að íhuga að taka að sér hlutverkið.
Þetta yrði í annað skiptið sem Kurt Russell starfaði með Tarantino, en hann lék aðalhlutverkið í Death Proof árið 2007, sem er einmitt síðasta mynd sem Russell sást í á hvíta tjaldinu. Í það skipti tók hann einnig við hlutverkinu eftir annan mann, en upphaflega átti Mickey Rourke að fara með það. Myndin kemur út í desember 2012