Knightley hefur áhuga á The Typist

Keira Knightley leikur hugsanlega í mynd sem stendur til að gera eftir skáldsögunni The Typist eftir Michael Knight. Hún kom út 2010 og gerist í seinni heimsstyrjöldinni.

KEIRA KNIGHTLEY as Anna Karenina

„Fólkið hjá Fox er að reyna að undirbúa mynd fyrir mig eftir bókinni The Typist. Umboðsmennirnir mínir fundu bókina og létu mig lesa hana. Það eru tvö mjög góð kvenhlutverk í henni, þannig að við sjáum hvað setur,“ sagði hin 29 ára Knightley.

Hún sló í gegn eftir leik sinn í Bend It Like Beckham og hefur síðan þá leikið í Pirates of the Caribbean of fleiri vinsælum myndum.