Teiknimyndin Cloudy With a Chance of Meatballs, sem er ný þrívíddarteikninimynd byggð á vinsælli barnabók, var vinsælasta myndin í bandarískum bíóhúsum um helgina. Myndin hafði þar betur en myndir með stórstjörnur eins og Matt Damon, Jennifer Aniston og Megan Fox innanborðs.
Tekur af „Meatballs“ eða Skýjað en möguleiki á kjötbollum, námu 30,1 milljón Bandaríkjadala á föstudegi til sunnudags, en þetta er betra en menn höfðu gert sér vonir um.
Myndin er gerð upp úr bók frá árinu 1978 þar sem nördalegur og utangátta strákur finnur upp tæki sem lætur hamborgara, pítsur og pönnukökur detta ofan úr himninum.
Matt Damon og Jennifer Aniston upplifðu verstu opnunarhelgi á mynd í áraraðir, en mynd Damons heitir The Informant og mynd Aniston Love Happens.
Nýjasta mynd kynbombunnar Megan Fox, Jennifers Body, kolféll í miðasölunni og stóð ekki undir væntingum, en menn höfðu vonast eftir öðru sætinu.
The Informant var í öðru sæti á topplista helgarinnar með aðeins 10,5 milljónir dala í aðgangseyri. Myndin, sem er leikstýrt af Steven Soderbergh, er byggð á sannri sögu af geðveikum uppljóstrara sem vinnur hjá hinu opinbera.
Love Happens með Jennifer Aniston og Aaron Eckhart lenti í fjórða sæti með 8,5 milljónir í aðgangseyri.
Síðustu myndir Aniston byrjuðu mun betur í miðasölunni. Marley and Me og The Break Up, græddu báðar meira en 30 milljónir dala á opnunarhelginni. Þetta er versta opnunarhelgi Aniston síðan árið 2005 þegar Rumor Has It var frumsýnd.

