Kidman: Þurfum fleiri sögur af konum

Margar leikkonur hafa lýst sig sammála orðum George Clooney um að aðalhlutverk í kvikmyndum verði endurskrifuð í auknum mæli fyrir konur. kidman

Nicole Kidman telur að fleiri handrit frá konum þurfi einnig að komast að í Hollywood.

„Ég hef óskað eftir því að hlutverk fyrir karla  verði endurkrifuð fyrir konur en við þurfum einnig að segja fleiri sögur af konum,“ sagði Kidman á ráðstefnunni Women In The World í London.

Hún telur að áhorfendur þurfti að taka þátt í að efla hlut kvenna í kvikmyndum. „Við þurfum að kaupa miða, krefjast þess að fá sögur og bregðast við þeim og þá fáum við fleiri sögur.“