Silfurskottan Richard Gere hefur hugsanlega fundið sína næstu mynd. Er hún byggð á grein sem birtist í Vanity Fair tímaritinu, og heitir Emperor Zehnder. Fjallar hún um náttúrulífsljósmyndara einn sem verður ástfanginn af lækni frá New York sem kemur með honum í ferð um Suðurskautslandið til þess að ljósmynda og rannsaka Keisaramörgæsir. Handrit myndarinnar er skrifað af sama manninum og skrifaði greinina í Vanity Fair, og heitir hann Ned Zeman. Henni verður leikstýrt af Gregory Hoblit, en hann og Gere gerðu einmitt saman myndina Primal Fear.

