Jonathan Winters,George Lopez, Katy Perry og Alan Cumming hafa skrifað undir samning um að tala inn á nýju Strumpa teiknimyndina.
Winters, sem er 84 ára gamall, talaði fyrir ýmsar persónur í gömlu Hanna-Barbera strumpaþáttunum sem margir kannast við. Nú mun hann tala fyrir sjálfan Æðsta strump. Poppsöngkonan Kate Perry, mun tala fyrir Smurfette, Alan Cumming fyrir Gutsy Smurf og George
Lopez fyrir Grouchy Smurf.( hér með er óskað eftir íslensku strumpanöfnunum fyrir þessar persónur í kommentakerfinu okkar )
Raja Gosnell mun leikstýra og Columbia Pictures/Sony Pictures er framleiðslufyrirtækið. Myndin er gerð eftir handriti David N. Weiss & J. David Stem og Jay Sherick
& David Ronn. Jordan Kerner er framleiðandi myndarinnar.
Höfundur Strumpanna er belgíski teiknimyndasöguhöfundurinn Pierre Culliford, betur þekktur sem
Peyo, en Strumparnir birtust fyrst á prenti árið 1958.

