Kamelljónið Johnny Depp vinnur nú að gerð teiknimyndarinnar Rango en myndin fjallar jú einmitt um …. kamelljón, sem Depp talar fyrir.
Sagan segir frá kamelljóni sem á í sjálfsmyndarkrísu og fer í ferðalag í leit að sjálfum sér, en sögusviðið er bærinn Dirt, eða Drulla.
Gore Verbinski leikstýrir og Depp er eins og áður sagði aðalpersónan. Aðrir sem leika í myndinni eru m.a. Abigail Breslin, Bill Nighy, Harry Dean Stanton, Isla Fisher, Alfred Molina, Timothy Olyphant, Stephen Root og Ray Winstone.
Áætlað er að frumsýna Rango 4. mars á næsta ári.
Kíkið endilega á trailerinn hér að neðan.