Það gersamlega rignir inn fréttum af ofurhetjumyndum og ekki að ástæðulausu því þó nokkuð mikið af ofurhetjumyndum eru væntanlegar 2010 og 2011. Það hefur einnig áhrif að Comic-Con hefst 22. júlí næstkomandi. Nýjasta fréttin er sú að Justin Timberlake hafi verið í prufum og tekið upp einhver atriði fyrir The Green Lantern.
Hér á eftir ætla ég að greina hlutlaust frá áliti óhlutlaus fréttamanns movieblog.com, en hann hafði þetta að segja um Justin sem The Green Lantern:
,,Heilagur sætur miskunsamur skítur. Einhver vinsamlegast skjótið mig í andlitið. Hið góða fólk hjá AICN hafa greint frá því að Justin „ég gæti ekki leikið til að bjarga lífi mínu“ Timberlake sé mjög líklegur til að leika The Green Lantern og var reynar að taka upp prufutökur í nálægu kvikmyndaveri fyrir hlutverkið.
Sko mér reyndar líkar ágætlega við Justin Timberlake. Mér finnst hann vera mjög sjarmerandi persóna og sannarlega góður skemmtikraftur… en ég elska mömmu mína líka… þýðir samt ekki að hún geti leikið. Justin Timberlake getur ekki leikið. Punktur. Það er bara svo einfalt. Og því miður gott fólk þá er ekki nóg að gera einhvern smá spuna með SNL, það telst ekki sem leikhæfileikar.“

-
Sýnishorn
- • The Green Lantern: „Fan-made“ Trailer

